WooCommerce

Avatar

By Omar Sigurdsson

updated 11 months ago

UPPFÆRT 11.10.2020

Breytingasaga:
Bætt við VSK reglu (Hægt að nota WooCommerce útreikning á VSK)
Hægt að loka fyrir ákveðna þjónustu ákveðna daga.
Bætt við opnunartíma verslunar (Meðan verslun er lokuð er ekki hægt að nýta sendingarmáta okkar)

Leiðbeiningar fyrir WooCommerce.

Til að nálgast viðbótina getur þú haft samband á info@sending.is
Mikilvægt er að hafa WooCommerce uppsett til að viðbótin virki, sé WooCommerce ekki uppsett kemur ekki viðbótin til með að virka.
Plugins -> Add New -> Upload plugin -> Choose file (Velur Woo-sending.zip) og smellir á Install Now.
Lýkur svo uppsetningu með að velja "Activate Plugin"

Í valmyndinni birtist tengill með merkinu okkar "Woo Sending" þegar smellt er á það koma stillingar fyrir viðbótina og auðkenning til að geta nýtt sér viðbótina.
1. Stillingar

Sjálfvirkni er hægt að nota en til að nýta hana þurfum við að stilla hana rétt, ekki er hægt að bjóða upp á sjálfvirkra inn-sendingu á sendingarbeiðnum til okkar nema að pöntunin fari undir stöðuna "Processing/Í vinnslu" á einhverjum tímapunkti, t.d. vöru má aldrei breyta stöðu-breyta frá "Beðið eftir greiðslu/Pending payment" beint yfir í "Senda inn til sending.is" hún þarf alltaf að fara í millitíðinni í "Processing/Í vinnslu".
Til að búa til ákveðnar stöður fyrir sendingar má sækja þessa viðbót hér og fylgja þeim leiðbeiningum en það er jafnframt ekki skilyrði..
Sækja viðbót hér - Sjá leiðbeiningar hér

Það er ekki krafist þess að þessi auka viðbót sé sótt, og sett upp öðruvísi en þú vilt búa til auka-stöður fyrir pantanir sem koma í WooCommerce, það er á ábyrgð verslana að sé valið þess að sjálfvirk sendingarbeiðni sé gerð til Sending.is þegar varan fer í "Processing/Í vinnslu" að hún sé tilbúin til afhendingar þegar sendill kemur og sækir hana.

Sé slökkt á þessari sjálfvirkni þarf að fara í WooCommerce -> Orders -> Opna pöntunina -> Smella neðst á "Senda pöntun til Sending.is"
2. Innskráning

Þegar lokið var við uppsetningu á fyrirtækinu/verslun fékkstu sendan tölvupóst með notandanafni og lykilorð, þú slærð það inn í þá reiti sem við á og smellir á "Innskrá" að því loknu ætti að koma gluggi sem birtir að innskráningin hafi tekist, sumum tilfellum vill sá gluggi ekki poppast upp, en ef farið er í (4. Pöntunarstillingar) og listinn af þjónustunum birtist þar tókst þér að innskrá þig.

Ef auðkenning tekst ekki getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 547-9900 eða á netfangið info@sending.is
3. Upplýsingar

Fylltu út þær upplýsingar sem við á, ef að verslun ber annað heiti en hlutafélag þess skal taka fram bæði, einnig er mikilvægt að allar upplýsingar eru réttar til að tryggja gæði þjónustunnar þegar kemur að því að sækja pakka og senda þá til viðskiptavinar.
Lat - Long eru hnit og er hægt að nota vefsíðuna latlong.net til að útbúa þau en þú slærð inn heimilisfang verslunar/fyrirtækis á þann vef til að útbúa Lat-Long.
4. Pöntunarstillingar

Sjálfgefin þyngd: Allar sendingar hjá okkur hafa hámarks þyngd sem er 60KG, við mælum með að nota valmöguleikan "Reikna eftir þyngd vörunnar" allar þjónusturnar innihalda 20KG.
Virkar þjónustur: Þjónustuleiðirnar okkar birtast í listanum eftir að þú innskráðir þig á í skrefi 2, en þú velur þær þjónustur sem þú vilt bjóða upp á þú getur valið nokkrar í einu með því að halda inni CTRL á lyklaborðinu og smella á með vinstri hnappi músar á þjónustuleiðirnar. Ef þú lendir í því að listinn sé tómur hefur innskráning ekki tekist af einhverju leyti.
Greiðslumáti: Aðeins er hægt að vera í áskrift hjá Sending.is en verslun tekur við greiðslum vegna sendinga, Sending.is sendir verslun/fyrirtækinu reikning hver mánaðarmót skv. samkomulagi. (Til stendur að bjóða upp á aðra snertilausa valmöguleika varðandi greiðslur á sendingum með okkur.)

Opnunartími: Opnunartími verslana skal vera skráð rétt og þá daga sem er lokað skal merkja þá lokaða, en þetta kemur í veg fyrir að ekki sé hægt að panta þjónustu frá okkur á meðan verslunin er lokuð.
Lágmarkstími pantana: Lágmarkstími pantana er tími sem settur fyrir sendla til að búa til glugga svo möguleiki sé að sækja sendinguna áður en versluninni er lokað, sem þýðir að ef tíminn er stiltur á 60 mínútur geta viðskiptavinir verslanir pantað til klukkutíma fyrir lokun hennar, það gefur sendli glugga til að sækja vöruna til verslunar eða lagers áður en verslun lokar.

Óvirkja þjónustur: Hér getur þú valið þjónustur sem þú vilt óvirkja ákveðna daga, t.d ef lokað er á Sunnudögum getur þú lokað fyrir Hraðsendingu 90 mín, eða allar þær þjónustur þann dag.
Undir öllum kringumstæðum ætti lágmarkstími að vera settur á 60 til 90 mín en ef starfsfólk verslunar sé til staðar í verslunni eftir lokun t.d. hálftíma lengur má gera 30 mín.

------
Virkja viðbótina

Þegar öllum skrefum hér að ofan er lokið skal ekki gleyma að virkja sendingarmátan á framenda verslunnar, en til þess að gera það er farið í "WooCommerce -> Settings -> Shipping -> Sending.is -> og haka í Virkt.


Hámarksþyngd sendinga getur þú einnig stillt en allar okkar sendingar eru með innifalið 20KG í öllum verðum, en verðskrá okkar er hægt að nálgast á Sending.is.
 - Ekki þarf að eiga sérstaklega við þyngdarstillingar.

VSK útreikningur.
 - Sýna verð frá Sending.is án VSK (Nota WooCommerce reiknivél fyrir VSK)
 - Sýna verð frá Sending.is með VSK

Did this answer your question?